Þjóðarrétturinn skyr í alveg nýju ljósi

Skyrland er lifandi og skemmtileg upplifunarsýning um skyr og matarmenningu Íslands sem reynir á öll skilningarvit. Þú horfir, snertir, þefar, hlustar og síðast en ekki síst: Smakkar!

Ekki þarf að bóka, bara mæta á staðinn!

Hin hliðin á skyrinu

Ólíkt öðrum gömlum þjóðarréttum okkar íslendinga þá hefur skyrið öðlast nýtt líf í nútímanum og er nú í boði á milljónamörkuðum víða um heim. Þetta er mögnuð saga!

Mjólkin - lífsins vökvi

Þú ferð inn í listaverkið Auðhumlu og heilsar upp á aðrar goðsagnakenndar kýr sem eru taldar heilagar og birtast í sköpunarsögum margra þjóða.

Torfbærinn – ríki kvenna

You’ll encounter the mythological cow and the source of milk – the life-giving liquid that starts it all.

Sumarilmur í kassa

Íslensku sumrin eru stutt en gefa orkuna sem býr í hverri skeið af skyri. Hér stígurðu inn í kassa sem er töfrum líkastur og færð bókstaflega yfir þig ilminn af sumrinu.

Grúskaraveggirnir

Magnaðar ljósmyndir og fjöldi sjaldséðra muna á veggjum sýningarinnar varpa áhugaverðu ljósi á söguna.

Taste & Enjoy

Skyrland is a part of The Old Dairy, a new destination in Selfoss, Iceland – and a must-stop destination for food lovers.

Gamla mjólkurbúið

Skyrland er í Gamla Mjólkurbúinu í nýja miðbænum á Selfossi.

  • Mathöll með 8 veitingastöðum
  • Handverksbjórar á krana
  • Vín- og kokteilbar