Hópar og miðbæjarrölt

Skyrland er frábær viðkomustaður hópa af öllu tagi. Við bjóðum ýmsar gerðir af skyrsmakki sem henta mismunandi hópum.

Við bjóðum einnig hópum að sameina heimsókn í Skyrland með stuttri gönguferð um nýja miðbæinn, með leiðsögumanni sem segir skemmtilega frá sögu Selfoss og sögu húsanna í miðbænum.

Fyrir hópabókanir og nánari upplýsingar sendið okkur nótu á skyrland@skyrland.is