Upplifun

Hér kynnistu ævintýri skyrsins í stuttu mál og lifandi myndum. Skyr á sér langa sögu þar til það varð heimsfræg ofurfæða á 21. öld. Mæður kenndu dætrum sínum listina sem síðan kenndu sínum dætrum.

Frá landnámi fram á okkar daga hefur skyrið nært okkur og styrkt okkur í gegnum súrt og sætt.

Söguveggurinn

Gagnvirkur snertiveggur fer með þér í gegnum söguna með myndum og hljóði á magnaðan hátt.

Mjólkin - lífsins vökvi

Þú ferð inn í listaverkið Auðhumlu og heilsar upp á aðrar goðsagnakenndar kýr sem eru taldar heilagar og birtast í sköpunarsögum margra þjóða.

Torfbærinn – ríki kvenna

Heill torfbær í smækkaðri mynd er ótrúlegt listaverk sem sýnir sambýlið við kýrnar og gefur sýn í líf kvennanna sem í gegnum aldir sáu um mjólkurvinnslu og skyrgerð.

Sumarilmur í kassa

Íslensku sumrin eru stutt en gefa orkuna sem býr í hverri skeið af skyri. Hér stígurðu inn í kassa sem er töfrum líkastur og færð bókstaflega yfir þig ilminn af sumrinu.

Grúskaraveggirnir

Magnaðar ljósmyndir og fjöldi sjaldséðra muna á veggjum sýningarinnar varpa áhugaverðu ljósi á söguna.

Mjólkurbúið

Skyrland er í Gamla Mjólkurbúinu í nýja miðbænum á Selfossi